Friday, January 14, 2011

9. bekkur - verkefni 8


9. bekkur – Samfélagsfræði
Verkefni 8




1.   Hvaða ár komu fyrstu íslensku fræðslulögin?
                                              i.     1907
2.   Segðu frá innihaldi fræðslulaganna. Hvað var ætlast til að börn lærðu og fyrir hvaða aldur var fræðsluskylda?
                                              i.     Fræðsluskylda var fyrir börn 10-14 ára. Ætlast var til þess að börn kynnu undirstöðuatriðin í lestri, skrift og reikningi áður en þau komu í skólann 10 ára. Foreldrar þeirra áttu að sinna því heima. Í skólum áttu börn að læra móðurmál (íslensku), bókmenntir, reikning, landafræði, kristnifræði og söng. Í föstum skólum áttu börn einnig að læra Íslandssögu og náttúrufræði.
3.   Hver var Guðmundur Finnbogason? Teldu upp að minnsta kosti tvö atriði varðandi hann.
                                              i.     Guðmundur Finnbogason lagði fram tillögurnar sem voru lagðar til grundvallar fræðslulögunum 1907. Þær tillögur lagði hann fram eftir að hafa kynnt sér nám og skóla í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Var hann fenginn til þess að Alþingi og fékk til þess styrk.
4.   Hver var munurinn á föstum skólum og farskólum?
                                              i.     Fastir skólar voru í þéttbýli í sérstöku skólahúsi og ákveðnum skólatíma.
                                             ii.     Farskólar hentuðu betur sveitum landsins þar sem langt var á milli bæja. Þá var fenginn kennari til þess að dvelja á bæ í sveitinni og kenna börnunum í kring í nokkrar vikur. Lagði hann þeim síðan fyrir námsefni og kannaði kunnáttu þeirra síðar um veturinn.
5.   Hver var hugmyndin á bak við héraðsskólana?
                                              i.     Hún var sú að ungt fólk í sveitum þyrfti ekki að fara til Reykjavíkur eða annarra þéttbýlisstaða til þess að sækja sér menntun heldur gæti verið áfram í sinni sveit og stundað nám. Átti þetta að leiða til þess að ungt fólk héldist í sveitunum en reyndist þveröfugt.
6.   Hvernig var skólakerfinu á Íslandi breytt í tíð nýsköpunarstjórnarinnar?
                                              i.     Skólakerfinu var komið í nútímalegra horf og líkara því sem við þekkjum. Áhersla var lögð á aukna menntun og að allir gætu sótt sér nám á tillits til efnahags foreldra. Skólakerfið byggðist upp á eftirfarandi hátt: fyrst kom barnaskóli, því næst gagnfræðaskóli og að lokum menntaskóli fyrir þá sem lögðu áherslu á langskólanám.
7.   Segðu frá landsprófi og til hvers það var?
                                              i.     Nemendur urðu að ná lágmarkseinkunn á landsprófi til þess að komast í menntaskóla.
8.   Hvaða ár komu grunnskólar?
                                              i.     1974
9.   Hvaða ár voru eftirfarandi skólar stofnaðir?
a.   Kennaraskólinn
                                              i.     1908
b.   Háskóli Íslands
                                              i.     1911
c.    Stýrimannaskólinn
                                              i.     1891
d.   Iðnskólinn í Reykjavík
                                              i.     1904
e.   Verslunarskólinn
                                              i.     1905

No comments:

Post a Comment