9. bekkur – samfélagsfræði
Verkefni 6
1. Hvenær var Stórstúka Íslands stofnuð?
i. 1886
2. Hvað var hún nefnd öðru nafni?
i. Góðtemplarahreyfingin
3. Hver var tilgangur Góðtemplarahreyfingarinnar?
i. Að berjast gegn áfengisneyslu fólks.
4. Hvað ár voru bannlögin samþykkt og hvenær tóku þau gildi?
i. Samþykkt 1908 en tóku ekki gildi fyrr en 1915.
5. Hvers vegna voru bannlögin sett og út á hvað gengu þau?
i. Vegna þess að margir töldu áfengisneyslu þjóðarinnar að hluta til eiga sök á örbirgð, fátækt og erfiðleikum hennar. Þau gengu út á algjört bann við neyslu og sölu áfengis. Ekki mátti heldur brugga áfengi heima.
6. Áfengisbannið var afnumið í þremur áföngum. Segðu frá hvenær þeir voru og hvað breyttist þá.
i. 1922 mátti selja léttvín, það kom til vegna þess að Spánverjar hótuðu að hætta að kaupa saltfisk af Íslendingum nema að Íslendingar keyptu vín af þeim í staðinn, hið svokallaða Spánarvín.
ii. 1934 mátti fara að selja selja sterkt áfengi.
iii. 1989 mátti fara að selja bjór.
7. Hvað var Góðtemplarahúsið?
i. Áfengislaus skemmtistaður Góðtemplarahreyfingarinnar
8. Hvað var Æskan?
i. Barnablað Góðtemplarahreyfingarinnar
9. Hvaða ár fór fyrsta 1. maí kröfugangan fram?
i. 1923
10. Hvað hétu fyrstu verkalýðsamtökin á Íslandi?
i. Bárufélögin, samtök skútusjómanna og Hið íslenska prentarafélag
11. Segðu frá hvenær eftirfarandi verkalýðsfélögum og hvenær þau voru stofnuð.
a. Dagsbrún
i. Var verkamannafélag og stofnað 1906
b. Framsókn
i. Var verkakvennafélag og stofnað 1914
c. Hásetafélag Reykjavíkur
i. Verkalýðsfélag sjómanna sem síðar breyttist í Sjómannafélag Reykjavíkur og var stofnað 1915
12. Hvaða ár var fyrsta verkfallið?
i. 1913
13. Segðu frá Alþýðusambandi Íslands.
i. Flest verkalýðsfélögin á landinu ákváðu að tengjast saman í eitt samband til þess að hafa meiri áhrif og til að stofna stjórnmálaflokk, Alþýðuflokkinn árið 1916.
14. Segðu frá vökulögunum.
i. Lög um hvíldartíma sjómanna þar sem þeim voru tryggð 6 klukkutíma lágmarkshvíld á sólarhring og tóku gildi 1921.
15. Hvað hétu fyrstu samtök atvinnurekenda?
i. Útgerðarmannafélagið við Faxaflóa
No comments:
Post a Comment