10. bekkur - Þjóðfélagsfræði
1. Skilgreindu eftirfarandi hugtök og nefndu dæmi um þau:
o Samfélag
§ Stór eða smár hópur sem býr (lifir) á sama stað, samtímis. Dæmi: Engjaskóli, Grafarvogur, heimurinn.
o Þjóðfélag
§ Hópur fólks sem lifir saman í skipulögðu ríki með sameiginlegu stjórnkerfi og gjaldmiðli. Dæmi: Íslenskt þjóðfélag.
o Þjóð
§ Hópur fólks á ákveðnu landssvæði sem hefur sameiginlega tungu, menningu, sögu og þjóðernistilfinningu. Dæmi: íslenska þjóðin
o Ríki
§ Landfræðilega afmarkað svæði með landamærum, sameiginlegri stjórn, lögum og gjaldmiðli. Dæmi: íslenska ríkið.
o Þjóðernisminnihluti
§ Lítill minnihlutahópur íbúa í ákveðnu ríki. Dæmi: Samar, indjánar, Frumbyggjar Ástralíu.
o Skráð viðmið
§ Skráðar reglur samfélagsins, svo sem lög og reglugerðir.
o Óskráð viðmið
§ Óskráðar reglur samfélagsins, svo sem samskiptareglur, kurteisisvenjur.
2. Hvernig mótar þú samfélagið? Nefndu þrjá samfélagshópa sem þú tilheyrir og segðu hvernig þú hefur áhrif á þá.
i. Mismunandi svör.
3. Hvernig mótar samfélagið þig? Nefndu þrjá samfélagshópa sem þú tilheyrir og segðu hvernig þeir hafa áhrif á þig.
i. Mismunandi svör.
4. Hvaða verkefni þurfa öll samfélög að leysa af hendi til að þau lifi af?
i. Að sjá íbúunum fyrir nauðþurftum, svo sem matur, húsnæði, fatnaður og aðrar nauðþurftir.
ii. Nýliðun, að til verði nýir einstaklingar innan samfélagsins, barnsfæðingar eða flutningur einstaklinga inn í samfélagið.
iii. Félagsmótun, einstaklingum eru kenndar leikreglur samfélagsins.
iv. Setja viðmið og gildi. Viðmið eru allar skráðar og óskráðar reglur samfélagsins og gildi eru allar hugmyndir um það sem er gott og æskilegt. Umbum fyrir að fylgja viðmiðum og gildum, refsing fyrir að brjóta þau.
v. Stýrikerfi, sem tekur ákvörðun fyrir heildina. Til dæmis stjórnvöld eða skólayfirvöld.
5. Hvað er átti við með að langstærsti hluti hegðunar sé félagslega lærð? Nefndu dæmi um félagslega lærða hegðun.
i. Í samskiptum við annað fólk lærir einstaklingurinn hegðun. Mismunandi svör við dæmum.
6. Hvað er félagsmótun? Hverjir eru mikilvægustu félagsmótunaraðilarnir?
i. Einstaklingurinn eru mótaður inn í það samfélag sem hann tilheyrir og kenndar leikreglur þess.
ii. Fjölskyldan, skólinn, vinirnir og fjölmiðlar.
7. Félagsmótun skiptist í frummótun og síðmótun. Lýstu hvoru tveggja og nefndu dæmi.
i. Frummótun byrjar þegar við fæðingu og á sér stað innan fjölskyldunnar. Dæmi: fjölskyldan, foreldrar, systkin, amma og afi.
ii. Síðmótun fer fram utan fjölskyldunnar og í okkar samfélagi er skólinn einn mikilvægasti félagsmótunaraðilinn í síðmótun. Mismunandi dæmi.
8. Hvað gerist ef fólk brýtur skráð viðmið samfélags? En hvað gerist ef fólk brýtur óskráð viðmið?
i. Ef einstaklingur brýtur skráð viðmið samfélagsins eru algengustu refsingarnar sekt eða fangelsisdómur.
ii. Ef einstaklingur brýtur óskráð viðmið getur refsingin verið allt frá hæðnisglotti eða augnaráði upp í algjöra útskúfun eftir alvarleika brotsins.
No comments:
Post a Comment