Þjóðfélagsfræði – 10. bekkur
1. Útskýrðu eftirfarandi hugtök og orð. Nefndu dæmi ef hægt er.
a. Kynbundin verkaskipting
i. Konur sjá um börn og bú, karlmenn var út og afla tekna
b. Fæðingarorlof
i. Foreldrar fá leyfi á launum, á Íslandi fær móðir 3 mánuði, faðir 3 mánuði og 3 mánuðir eru sameiginlegir
c. „hinn nýi maður“
i. Deilir ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi jafnt á milli sín og maka síns.
d. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
i. Samþykktur 1989. Hann á að vernda börn og unglinga og tryggja þeim sem best lífsskilyrði. Öll börn eiga að fá að lifa og alast upp í öryggi og friði og virðingu fyrir hugsunum sínum og skoðunum.
e. Sjálfræði
i. 18 ára, þá ræður þú eigin búsetu, atvinnu, skóla og fjármálum
f. Sakhæfi
i. 15 ára, hægt að dæma einstakling eins og fullorðinn sé
g. Tjáningarfrelsi
i. Hver maður er frjáls skoðana sinna og að því að láta þær í ljós þú mátt skrifa og segja það sem þér sýnist en ábyrgð fylgir öllum orðum.
h. Ærumeiðing
i. Að ráðast að sjálfsvirðingu annarra kallast ærumeiðing og skiptist í 3 flokka samkvæmt hegningarlögum og refsingu allt að tveggja ára fangelsi.
1. Móðgun
2. Aðdróttun
3. Útbreiðsla ærumeiðinga
i. Amnesty International
i. Alþjóðleg mannréttindasamtök sem berjast fyrir réttindum fólks óháð stjórnmálastefnum.
j. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna
i. Samþykkt 1948, fólk á rétt á að fá grundvallarþörfum sínum fullnægt, geta tekið þátt í stjórnun lands síns og hafa frelsi og rétt til að velja og hafna
k. Þarfapýramídi Maslows
i. Kunna að teikna upp píramídann á bls. 72 og hafa rétt hugtök í honum.
2. Við hvaða skilyrði er hægt að svipta þig sjálfræði? Geta foreldrar þínir svipt þig sjálfræði?
i. Hægt er að svipta sjálfræði við tvenns konar aðstæður, heilsubrestur svo sem andlegur vanþroski, elliglöp eða geðsjúkdóma eða þá vegna ofneyslu áfengis eða ávana- og fíkniefna. Foreldrar geta ekki svipt sjálfræði, aðeins dómsvaldið að vel rannsökuðu máli.
3. Svaraðu eftirfarandi spurningum og færðu rök fyrir skoðunum þínum:
a. Ætti að lækka sakhæfisaldur í til dæmis 13 ár?
b. Ætti að fella úr gildi aldurstakmörk, til dæmis um útivistartíma eða aðgang að spilakössum?
c. Ætti að hækka eða lækka bílprófsaldurinn?
d. Eru einhver önnur aldurstakmörk sem þið mynduð vilja hækka eða lækka?
i. Ykkar svör
4. Eiga unglingar í 10. bekk að fá vasapeninga frá foreldrum sínum eða eiga þau að vinna fyrir sínum peningum sjálf?
i. Ykkar svör
5. Hvað þarf unglingur háa upphæð á viku til að sinna þörfum sínum? Hvaða þarfir eru brýnastar?
i. Ykkar svör
6. Heimilisstörf og barnauppeldi. Svaraðu eftirfarandi spurningum af hreinskilni, þið verðið ekki skömmuð:
No comments:
Post a Comment