9. bekkur – samfélagsfræði
Úr sveit í borg: Spurningar bls. 60
1. Hvað hét fyrsti vélbáturinn sem gerður var út hér á landi?
i. Stanley
2. Hvað hét fyrsti togarinn í eigu Íslendinga og hvaðan var hann gerður út?
i. Coot og var gerður út frá Hafnarfirði
3. Hvað hét fyrsti togarinn sem smíðaður var sérstaklega fyrir Íslendinga og hvaðan var hann gerður út?
i. Jón forseti og var gerður út frá Reykjavík
4. Lýsið þeim áhrifum sem togararnir höfðu á þéttbýlismyndun á Íslandi?
i. Þar sem togararnir veittu mörgum vinnu, ekki bara um borð heldur einnig í landi, við að verka fiskinn, þjónusta skipin og annað tengt þeim þá flutti fólk nálægt togarahöfnum og þannig jókst þéttbýli vegna togaranna.
5. Af hverju má segja að það hafi verið til góðs að Íslendingar voru neyddir til að selja togarana sína í lok fyrri heimsstyrjaldar?
i. Margir þessara togara voru orðnir gamlir og úreltir og í stað þeirra var hægt að kaupa nýja og öflugri togara.
6. Hverjir kenndu Íslendingum að veiða síld?
i. Norðmenn
7. Hvað var „krakkið mikla“ og hvaða ráðstafanir voru gerðar til að slíkt endurtæki sig ekki?
i. Þegar verð á síld hrundi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Margir fóru illa út úr því og því stofnuðu stjórnvöld Síldarsölu ríkisins sem bæði sá um að selja síldina en fylgdist einnig með því að sú síld sem verkuð var væri í lagi.
8. Hvaða afurðir eru unnar úr loðnu og síld? Hverjar þessara afurða eru ætlaðar til manneldis?
i. Síld: söltuð síld, lýsi, mjöl.
ii. Loðna: Hrogn, lýsi, mjöl.
iii. Söltuð síld og loðnuhrogn eru ætluð til manneldis.
9. Hvernig hafa útgerðarmenn og sjómenn brugðist við minnkandi afla í hefðbundnum fisktegundum Íslendinga svo sem þorski og síld?
i. Sótt hefur verið á fjarlægari mið eins og langt út á Reykjaneshrygg eða í Smuguna í Norður-Atlantshafi. Þannig túrar eru langir og erfiðir en gefa yfirleitt mikið af sér.
No comments:
Post a Comment