Þjóðfélagsfræði 10. bekkur
Verkefni 8
Útskýrðu eftirfarandi orð og hugtök.
1. Þrískipting valdsins
i. Löggjafarvald – framkvæmdavald - dómsvald
b. Löggjafarvald
i. Vald til að setja lög. Forseti Íslands og Alþingi fara saman með löggjafarvaldið
c. Framkvæmdavald
i. Vald til að framkvæma það sem Alþingi ákveður. Ríkisstjórnin og forseti Íslands fer með það vald
d. Dómsvald
i. Vald til að dæma eftir lögum Alþingis. Héraðsdómur og Hæstiréttur fara með það vald
e. Neitunarvald forseta
i. Forseti Íslands hefur vald til þess að neita að undirrita lög og vísar þeim þá til þjóðarinnar – þjóðaratkvæðagreiðsla
f. Mannréttindi
i. Lagalegur skilningur: réttindi sem skilgreind eru í lögum og alþjóðlegum reglugerðum
ii. Pólitískur skilningur: réttindi sem talin eru æskileg þótt þau séu ekki í lögum
iii. Siðferðislegur skilningur: réttindi sem allir eiga að hafa óháð samfélagi og efnahag
g. Stjórnmálaflokkar
i. Hópar fólks sem er með sömu eða svipuð viðhorf til samfélagsins og helstu mála sem þarf að ákveða sameiginlega og vill hafa áhrif á störf ríkisstjórnarinnar
h. Þingflokkar
i. Þingmenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi
i. Fjárlög
i. Lög um tekjur og útgjöld ríkisins á hverju ári.
j. Ríkisstjórn
i. Fer með framkvæmdavaldið í umboði forseta Alþingis (og er oftast mynduð af þeim stjórnmálaflokkum sem fá meirihluta í þingkosningum)
k. Ríkisráð
i. Forseti Íslands og ráðherrar ríkisstjórnarinnar
l. Lagafrumvarp
i. Eitthvað sem lagt er fram til að verði að lögum
ii. Getur verið stjórnarfrumvarp eða þingmannafrumvarp. Ferill lagafrumvarps: það er undirbúið með því að setja það í nefnd og síðan er það lagt fram til Alþingis. Fram fer 1. umræða og eftir hana er það lagt í eina af fastanefndum Alþingis. Eftir umfjöllun er skilað nefndaráliti og breytingartillögum. Síðan fer frumvarpið í 2. umræðu og aftur í nefnd. Eftir 3. umræðu fer það í atkvæðagreiðslu og er þá annað hvort samþykkt eða fellt með þeim breytingum sem hafa verið gerðar. (Ath. eins og þið voruð að gera á skólaþinginu).
m. Kjördæmi
i. Ísland skiptist í 6 kjördæmi: Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðukjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi Suður.
n. 1845
i. Endurreist Alþingi kemur saman
o. 1874
i. Fyrsta íslenska stjórnarskráin
p. 1915
i. Konur fá kosningarétt
q. 1918
i. Ísland fær fullveldi
r. 1944
i. Ísland fær sjálfstæði frá Dönum
s. Ingibjörg H. Bjarnason
i. Fyrsta íslenska konan á Alþingi
t. Þingmenn
i. Fulltrúar almenningsins sem kosnir eru á þing. Þeir eru 63 talsins
u. Fastanefndir Alþingis
i. Þær eru 12 og eru sérstakar fagnefndir innan þingsins og tengjast ráðuneytunum. Þær eru allsherjarnefnd, efnahags og skattanefnd, félags- og tryggingarmálanefnd, fjárlaganefnd, heilbrigðisnefnd, menntamálanefnd, samgöngunefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, umhverfisnefnd, utanríkismálanefnd, viðskiptanefnd og kjörnefnd.
2. Teldu upp forseta lýðveldisins Íslands.
i. Sveinn Björnsson 1944-1952
ii. Ásgeir Ásgeirsson 1952-1968
iii. Kristján Eldjárn 1968-1980
iv. Vigdís Finnbogadóttir 1980-1996
v. Ólafur Ragnar Grímsson 1996-
3. Hvernig skiptist dómstigið á Íslandi?
i. Héraðsdómur og Hæstiréttur
4. Hvar eru ungir afbrotamenn á Íslandi vistaðir?
i. Á sérhæfðum heimilum og stofnunum
5. Hvenær var Alþingishúsið byggt og hver var arkitekt þess?
i. 1880-1881, Ferdinand Meldalh
6. Hvernig er Alþingishúsið skreytt að utan og úr hverju er það byggt?
i. Byggt úr íslensku grágrýti úr Skólavörðuholtinu, skreytt með merki Kristjáns lX og kórónu, ártalinu 1881 og landvættunum, bergrisa, gammi, griðungi og dreka.
7. Hver sá um framkvæmdir við Alþingisgarðinn og nefndu þrjú athyglisverð atriði við garðinn.
i. Tryggvi Gunnarsson, fyrsti íslenski skrúðgarðurinn, í hann var plantað nýrri plöntu, þingvíði, í honum hvílir Tryggi Gunnarsson.
8. Hvernig er ný ríkisstjórn mynduð?
i. Eftir úrslit þingkosninga felur forseti Íslands formanni stærsta þingflokksins að mynda ríkisstjórn.
9. Má fangelsa þig án dóms og laga? Af hverju/af hverju ekki?
i. Nei, það má engan svipta frelsi og fangelsa nema með heimild samkvæmt lögum. Þó má halda fólki í allt að 24 klukkustundum vegna lögregluyfirheyrslna og dæma fólk í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna.
10. Hver stýrir störfum Alþingis?
i. Forseti Alþingis
11. Hvaða embætti er æðsta embætti ríkisstjórnarinnar?
i. Forsætisráðherra
12. Nefndu öll ráðherraembættin og hvað ráðherrarnir heita.
ix. Velferðarráðherra: Guðbjartur Hannesson
x. Innanríkisráðherra: Ögmundur Jónasson
13. Hvenær fór síðasta aftakan fram á Íslandi? Ætti að taka upp dauðarefsingar að nýju? Rökstyddu!
i. 1830. Ykkar skoðun!
No comments:
Post a Comment