8. bekkur - landafræði
Verkefni 8 - Orka
1. Hver er helsta orkulind Afríkubúa?
i. Viður
2. Hverjar eru helstu hætturnar við að nota við sem eldsneyti?
i. Ýtir undir gróðurhúsaáhrifin
3. Hvað heita tegundir jarðefnaeldsneytis?
i. Olía, kol, jarðgas, mór og svörður
4. Hvað er OPEC?
i. Samtök olíuútflutningsríkja
5. Hvaða tvö lönd framleiða mest af bæði olíu og jarðgasi?
i. Bandaríkin og Rússland
6. Hvað er helsta orkueldsneyti jarðarbúa?
i. Olía
7. Hver er aðalgallinn við að nota kol sem eldsneyti?
i. Mikil mengun, kol er sá orkugjafi sem mengar mest út í andrúmsloftið
8. Hvar er ódýrast og auðveldast að vinna olíu?
i. Í eyðimörkum Austurlanda.
9. Teiknaðu upp skýringamynd af olíuvinnslu á landi? Og í sjó?
i. Skoða vel mynd í bók ábls.
10. Hvaða orkugjafar eru endurnýjanlegir?
i. Lífefnaeldsneyti, vatnsafl, vind- og sólarorka
11. Hvaða lífefnaeldsneyti nýta Íslendingar?
i.
12. Hvaða kosti hefur lífefnaeldsneyti?
i. Það er endurnýjanlegt og gengur ekki til þurrðar.
13. Hvaða lönd framleiða mest af vatnsorku?
i. Kanada, Bandaríkin, Rússland og Noregur
14. Á hvaða hátt eru vatnsaflsvirkjanir óheppilegar fyrir umhverfið?
i. Uppistöðulón þurfa mikið landssvæði og virkjanir verða til þess að landslag breytist.
15. Hvernig er sólarorka nýtt?
i. Sólarrafhlöður safna í sig orku frá sólargeislunum og breyta því í rafmagn.
16. Hvers vegna geta Íslendingar ekki notað vindorku?
i. Það er of sterkur vindur á Íslandi
17. Hvaða eldsneyti nota kjarnorkuver?
i. Úranstangir
18. Teldu upp kosti og galla kjarnorkunnar?
i. Kostir: kjarnorkan framleiðir gríðarlega mikið af orku og getur þannig uppfyllt orkuþörf heimsins auðveldlega.
ii. Gallar: kjarnorkan skilur eftir geislavirkan, eitraðan úrgang sem kallast plúton. Úrgangurinn helst eitraður í mörg þúsund ár og því þarf að ganga vel frá honum svo hann eitri ekki umhverfið.
19. Hvernig er gengið frá kjarnorkuúrgangi?
i. Gengið er frá plútoninu í geislaheld box sem ekki leka og innsigluð. Síðan er þeim komið fyrir ofan í jörðinni á öruggum stöðum þar sem ekki er hætta á jarðskjálftum og eða jarðhræringum.
20. Teldu upp helstu kjarnorkulönd heims.
i. Svíþjóð, Bandaríkin, Frakkland og Rússland
21. Hverjir eru orkugjafar Íslendinga?
i. Jarðhiti og vatnsorka
22. Í hvað eru þeir notaðir?
i. Jarðhitinn hitar upp húsin okkar og sundlaugarnar en vatnsorkan framleiðir rafmagnið okkar.
i. Iðnríkin nota 80% af allri orkunotkun heimsins þrátt fyrir að vera aðeins 20% mannkyns sem þýðir það að þróunarlöndin þar sem 80% mannkyns býr notar aðeins 20% allrar orku sem framleidd er í heiminum.
No comments:
Post a Comment