Þjóðfélagsfræði – 10. bekkur
Verkefni 7: Lýðræði og vald
1. Útskýrðu eftirfarandi hugtök og nefndu dæmi:
· Lýðræðisríki
i. Ríki þar sem lýðræði ríkir, allir eru jafngildir, njóta sömu réttinda, skyldna og borgaralegu réttinda og það eru lög sem vernda almenning gagnvart valdbeitingu stjórnvalda. Ísland
· Lýðræði
i. Lýðurinn ræður. Ísland og t.d. önnur Norðurlönd
· Idíót
i. Þeir sem ekki mættu á þjóðfundi í Aþenu í Grikklandi hinu forna
· Lýðveldi
i. Lýðræðisríki þar sem fólkið kýs sér einnig þjóðhöfðingja. Ísland, Finnland.
· Þingræði
i. Meirihluti ræður, líkt og á íslenska þinginu
· Fulltrúalýðræði
i. Þjóðin kýs sér fulltrúa á Alþingi. Ísland, Danmörk, Finnland
· Þjóðaratkvæðagreiðsla
i. Forseti og Alþingi geta vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá fær þjóðin að greiða atkvæði um ákveðið málefni. T.d. Icesave samkomulagið.
· Löglegt vald
i. Lögreglan býr yfir löglegu valdi samkvæmt lögum og má beita því. Valdið er skilgreint í lögum ríkisins.
· Ólöglegt vald
i. Það vald sem t.d. glæpaklíkur beita er ólöglegt það er að segja ekki vald samkvæmt lögum.
· Beint lýðræði
§ Allir íbúar ríkis fá að kjósa um málefni. T.d. þjóðaratkvæðagreiðsla
2. Hvaðan eru hugmyndir okkar um stjórnmál og lýðræði komnar?
i. Frá Grikklandi hinu forna, borgríkinu Aþenu.
3. Hvernig var lýðræði í Aþenu til forna háttað?
i. Allir frjálsir karlmenn höfðu atkvæðisrétt og nýttu hann á þjóðfundum. Þjóðfundir voru reglulega haldnir til að taka ákvarðanir sem snertu alla borgarana. Þeir sem ekki sinntu sinni borgaralegu skyldu og létu ekki sjá sig á fundunum voru kallaði idjótar. Konur og þrælar höfðu engan atkvæðisrétt.
4. Hvenær hófst baráttan fyrir auknum mannréttindum í Evrópu?
i. Fyrir rúmlega 200 árum og leiddu m.a. til frönsku byltingarinnar.
5. Hvað var vistarskylda? (sleppa)
i. Á 19. öld voru lög sem kölluðust vistarskylda. Samkvæmt þeim urðu allir sem voru orðnir 16 ára og ekki bjuggu í foreldrahúsum eða stóðu sjálfir fyrir heimili að ráða sig í ársvist (vinnu í eitt ár). Ekki mátti skipta um vinnu eða flytja sig á samningstímanum.
6. Hvaða merkilegu atburðir gerðust 1845 og 1874? Útskýrðu vel.
i. Alþingi var endurreist árið 1845 í Reykjavík og Íslendingar fengu í fyrsta sinn kosningarétt og árið 1874 fengu Íslendingar fyrstu stjórnarskrána.
7. Af hverju heldur þú að ungt fólk hafi frekar lítinn áhuga á stjórnmálum? Rökstyddu vel.
i. Ykkar eigin skoðanir.
No comments:
Post a Comment