Verkefni 7
1. Hvenær voru fyrstu ungmennafélögin stofnuð og hvar?
i. 1905 í Þingeyjarsýslu og 1906 á Akureyri.
2. Lýstu og teiknaðu fána ungmennafélaganna.
i. Hvítur kross á ljósbláum feldi.
3. Hver voru helstu stefnumál ungmennafélaganna?
i. Að vekja unga fólkið til umhugsunar um landsins gagn og nauðsynjar.
ii. Að berjast fyrir sjálfstæði Íslands
iii. Skógrækt
iv. Íþróttaiðkun, aðallega sund og íslensk glíma
v. Málvöndun, að ungt fólk talaði gott og vandað mál
vi. Áfengisbindindi
4. Hvað er eitt helsta afrek ungmennafélaganna?
i. Að byggja samkomuhús í flestum sveitum landsins, þar sem fólk gat hist og haldið skemmtanir, böll, fundi og fleira
5. Hvað gerðist 1912?
i. Olympíuleikarnir í London þar sem hópur íslenskra glímumanna sýndi glímu.
6. Hvaða starfssemi er núna hjá ungmennafélögunum?
i. Aðallega íþróttir, til dæmis er eitt stærsta íþróttamót landsins Landsmót ungmennafélaganna.
7. Segðu frá Hinu íslenska kvenfélagi.
i. Var stofnað 1894 og barðist fyrir því að konur fengu að stunda háskólanám.
8. Hver var Þorbjörg Sveinsdóttir?
i. Talsmaður Hins íslenska kvenfélags
9. Hvaða lög voru samþykkt árið 1911?
i. Lög um jafnrétti kvenna og karla til náms og embætta. Þar með áttu konur að hafa sama rétt og karlmenn til þess að sækja sér nám eða vinnu.
10. Hvenær var Kvenréttindafélag Íslands stofnað og hver var helsti foringi þess?
i. 1895 og helsti foringi þess var Bríet Bjarnhéðinsdó
11. Segðu frá Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.
i. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fyrsta íslenska konan til þess að fá grein prentaða eftir í blaði og fyrsta konan til þess að halda opinberan fyrirlestur. Hún var kosin í bæjarstjórn í Reykjavík árið 1908.
12. Hvaða ár fengu konur kosningarétt? Hver voru skilyrðin fyrir því að fá að kjósa?
i. 1915 fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt.
13. Hverjar voru Ingibjörg H. Bjarnason og Auður Auðuns?
i. Ingibjörg H. Bjarnason var fyrst íslenskra kvenna kjörin á Alþingi
ii. Auður Auðuns var fyrst kvenna borgarstjóri Reykjavíkur og seinna ráðherra í ríkisstjórn.
14. Hvaða lög voru sett árið 1923 og hvaða áhrif höfðu þau á konur?
i. Lög um jafnan rétt hjóna til þess að ráðstafa eignum sínum og þýddi þetta það að konur fengu nú sjálfar að ráða yfir eigin eignum en ekki menn þeirra.
No comments:
Post a Comment